26.5.2008 | 13:33
It is hot in the city
Undanfarna daga er búið að vera nokkuð heitt hér í borg, hitinn hefur farið langt yfir 30 stig, úff úff. Gestirnir mínir eru búnir að vera ósköp ánægðir með veðrið og búnir að spóka sig um alla borg. Ég er hins vegar búin að vera nokkuð sátt bara við að vera heima með loftkælinguna á og stúdera heimsmálin....Talandi um loftkælinguna sem ég er mjög fegin að sé til staðar hérna heima hjá mér þá beið mín einn morguninn heilt sendibréf plastrað á dyrnar hjá mér. Bréfritarinn var Mr. Li sem býr fyrir ofan mig en bréfið hans var með grátstaf í kverkunum þar sem hann kvartaði ógurlega yfir hávaðanum í loftkælingunni í svefnherberginu mínu. Óhljóðin úr tryllitækinu er víst búin að halda vöku fyrir allri fjölskyldunni hans meðan ég er búin að sofa værum svefni í vel loftkældu herbergi......Var vinsamlegast beðin um að slokkva á loftkælingunni fyrir miðnætti takk fyrir. Ég hef náttúrulega ekki haft hjarta í mér að valda fjölskyldunni þessum skaða og hef því sofið í hita- og svitabaði undanfarið. Játa það að einnig hafa flogið í huga mér alls kyns hæstaréttardómar sem fallið hafa heima á Íslandi vegna nágrannaerja.....ekki mjög huggulegt ástand alltaf sem myndast við slíkar aðstæður. Vil helst sleppa við það og er því búin að láta leigusalann vita og hann segist ætla að leysa úr máli þessu, amk held ég það, skil hann ekkert of vel þar sem hann talar bara kínversku og frönsku. En hann er nú samt algjört ljúfmenni, kom hingað áðan með einhverskonar afruglara til að auka við úrvalið að kínverskum sjónvarpsstöðvum svo ég geti notið ólympíuleikanna sem best :-)
Athugasemdir
lætur mig bara vita ef ég á að hringja í hann
mooney (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 21:02
Nyha við könnumst við þennan hita í íbúðinni hjá þér ÚFF kv. You killing me
Íris og Dóri (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:20
Hehehehe það var nú bara kalt miðað við hvernig það er núna!! Já á ég að skila kveðju til vinkonu ykkar á markaðinum? Ólöf og Ómar hafa líka staðið sig mjög vel og eru alveg búin að gera út af við aumingja sölumennina, hehehehe......
Kolbrún Ólafsdóttir, 28.5.2008 kl. 03:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.