Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
30.5.2008 | 14:45
Ohhhhhhhhhhh
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 03:34
Ólympíuleikarnir
Það styttist óðum í ólympíuleikana og er óhætt að segja að það sjáist víða þess merki. Það eru framkvæmdir hreinilega út um alla borg. Búið að skella upp vinnubúðum næstum því á hverju horni. Það er unnið allan sólarhringinn við að lagfæra og laga til, byggja heilu skýjagljúfrana og svona er hægt að telja næstum því endalaust upp. Spennan magnast og fólk er farið að hlakka til að 08.08.08 kl. 8 renni upp. Í júlí byrja þeir svo að reyna að hemja umferðarþungann með því að bílnúmer með oddatölu keyra annan daginn og þau með sléttu númerin fá svo að bruna um hinn daginn. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta á eftir að ganga en ef þú ert gripinn á röngum degi þýðir það að þú færð ekki að keyra í nokkrar vikur á eftir svo mikið er í húfi. Þeir sem eiga næga peninga hafa hins vegar fundið lausn á málinu, það er bara að eiga einn bíl með sléttri tölu og annan með oddatölu.......Læt annars fylgja með nokkrar myndir af helstu mannvirkjunum sem hafa verið byggð í tilefni leikanna. Alveg magnaðar byggingar!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2008 | 13:33
It is hot in the city
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2008 | 14:38
Í fréttum er þetta helst
Lífið gengur hér sinn vanagang, hörmungarnar í Sichuan héraði hafi litað allt lífið hér, fjölmiðlar sýna frá svæðinu allan daginn og fólk er að fylgjast með hvar sem maður fer, hvort sem það er í leikfiminni, út í búð eða í hreinsuninni. Fólk er mjög slegið og er verið að safna peningum fyrir fórnarlömbin á mjög mörgum stöðum, t.d. með sjónvarpssöfnun, á netinu og m.a.s. í skólanum mínum. Maður finnur hvað þessir atburðir hafa þjappað fólki saman og allir virðast vilja leggja sitt af mörkum til þess að hjálpa þeim sem urðu fyrir þessum skelfilegu náttúruhamförum.
Ég byrjaði í nýju vinnunni minni í vikunni, er komin í hlutastarf hjá kínversku tölvufyrirtæki sem heitir Chinasoft. Starfið mitt felst í því að lesa yfir íslenskar þýðingar í hugbúnaði fyrir nokiasíma. Fékk starfið í gegnum íslenskan strák sem var að flytja heim og arfleiddi mig að starfinu sínu. Mér fannst þetta tilvalið tækifæri til að kynnast fleiri Kínverjum og ekki er verra að fá smá auka pening fátækur námsmaðurinn! Ég á nú bara að mæta annað slagið þegar þeir þurfa á að halda en ég fékk að heyra það að við Íslendingarnir værum mjög vinsæl því við erum svo fá hérna í Peking og þau því fegin að ná að ráða einhvern frá Íslandi. Ég var að vinna með kínverskri stelpu sem hafði kíkt á upplýsingar um Ísland á netinu daginn áður og leist mjög vel á. Sérstaklega fannst henni áhugvert hvað við erum fá og hvað lífið virðist vera þægilegt á Íslandi. Hún hafði jafnvel áhuga á að flytjast búferlum því hana langar að búa í fámennu og litlu landi en ég sagði henni að það myndi ekki þýða fyrir hana að tala kínversku á Íslandi svo hún ætlar að vera dugleg að æfa sig í ensku.....amk svona til að byrja með.
Annars er næsta gestahollið mitt mætt á staðinn, bróðurdóttir mín og unnusti hennar. Þau ætla að vera hérna í um 2 vikur að njóta þess sem Peking hefur upp á að bjóða. Við byrjuðum náttúrulega á því að fá okkur kínverskan kvöldmat og féll hann bara vel í kramið svona þegar þau voru búin að taka prjónana í sátt ;-) Þeim fannst líka alveg magnað að fá fínan kvöldmat fyrir þrjá samtals fyrir 670 ÍSK.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 04:41
Þriggja daga þjóðarsorg vegna náttúruhamfaranna í Sichuan héraði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.5.2008 | 13:20
The Great Wall of China
Bloggar | Breytt 19.5.2008 kl. 04:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2008 | 08:33
Samtal í lyftunni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2008 | 08:01
Sorglegir tímar
Það er búið að vera ótrúlega sorglegt að fylgjast með fréttum af atburðunum í Sichuan í gær og í dag. Enskumælandi sjónvarpsstöðin CCTV9 er búin að vera með stöðugar fréttir af því hvernig gengur að koma þeim stöðum til hjálpar sem verst urðu úti í skjálftanum. Það er átakanlegt að sjá hversu mikil eyðilegging er og hversu margir eru látnir. Erfiðast er að hugsa til þeirra sem eru grafnir í rústunum enn lifandi en vonandi eiga sem flestir eftir að finnast á lífi sem fyrst. Eftir að hafa fylgst með fréttum finnst mér stjórnvöld hér hafa tekið á málum með festu og einlægni. Wen Jiabao, forsætisráðherra er búinn að fara um Sichuan hérað á þeim svæðum sem verst urðu úti, hann hefur hvatt alla björgunarmennina áfram og reynt að hugga þá sem eiga sárt um að binda vegna ástvinamissi og reynt að fullvissa þá um að stjórnvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja þeim mat og annað öryggi. Stjórnvöld hafa líka þakkað kærlega fyrir alla aðstoð sem önnur lönd hafa boðið þeim, svo sem frá Bandaríkjunum, Japan og Suður-Kóreu. Það er líka alveg ömurlegt að heyra hversu veðrið er slæmt á þessum slóðum meðan að veðrið t.d. hér í Peking hefur verið alveg ágætt. Nú eru rúmlega 48 tímar síðan að skjálftinn varð og skiptir því sköpum fyrir björgunarliðið að hafa hraðar hendur og er því hugur manns hjá þeim. Þessar hörmungar hafa einnig leitt hugann að eins barna stefnu Kína sem sett var í gagnið til að hamla gegn fólksfjölgun í heiminum. Það eru margir foreldrar sem hafa misst eina barnið sitt og mörg börn sem hafa misst foreldra sína og eiga engin systkini til að halla sér að. Afskaplega dapurlegt að sjá myndir af öllum þeim börnum sem eru orðin að munaðarleysingjum vegna þessara atburða.
Ég fór í gær með vinum mínum út að borða. Það var gott að hitta þau og spjalla m.a. um þessa atburði. Oscar sem býr á 18. hæð í blokkinni á móti mér var líka heima þegar skjálftinn varð og hann upplifði þetta með líkum hætti og ég að eh væri að koma fyrir hann eða þangað til Ryan herbergisfélagi hans kom hlaupandi inn til hans og sagði honum að það væri byggingin sem hreyfðist og hann vildi komast út með hraði svo þeir hlupu niður stigana í einum spretti. Já greinilega mismunandi viðbrögð hjá okkur félögunum. Annars virðast flestir aðrir vinir mínir úr bekknum ekki fundið fyrir skjálftanum en þau voru ýmist úti eða í lágum byggingum.
Að lokum vil ég svo þakka fyrir allar hlýju kveðjurnar sem hafa borist að heiman, gott að vita af öllu þessu góða fólki sem maður á að :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2008 | 08:05
Jarðskjálfti
Ekkert sérstaklega góð tilfinning að sitja inni í stofu í íbúð á 16. hæð sem ruggaði. Áttaði mig ekki alveg strax á hvað væri í gangi, hélt fyrst að ég ruggaði bara en áttaði mig svo á því að allt húsið ruggaði. Leið nú ekkert sérstaklega vel og svolítið skelkuð velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera. Fannst ekkert voðalega huggulegt tilhugsun að taka lyftuna niður og ekki heldur að hlaupa niður stigana. Svo var ég ekki alveg viss um hvað væri að gerast því að almennt hristist allt í jarðskjálfta að ég hélt en ruggaði ekki, ekki það að ég hafi oft upplifað jarðskjálfta.....Ákvað að bíða og sjá hvað myndi gerast, frekar fegin að Íris og Dóri voru lögð af stað heim, en síðan að þetta gerðist hefur allt verið rólegt!!! Ég las svo fréttir af jarðskjálftanum fyrst á www.mbl.is en nokkru síðar komu þær á CCTV9 enskumælandi sjónvarpsstöðinni.......Enn eru litlar fréttir af meiðslum á fólki eða skemmdum á mannvirkjum. Er að bíða eftir fréttum af Tönju vinkonu minni en hún er um þessar mundir heima hjá foreldrum sínum í Sichuan héraði en þar áttu upptök jarðskjálftans sér stað. Fréttir segja að símakerfið í héraðinu hafi sumsstaðar hrunið svo erfitt er að ná í fólk á þessum slóðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.5.2008 | 05:19
Svolítið döpur í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)