Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
30.6.2008 | 02:02
Ljúfasta helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 09:09
Síðustu dagar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2008 | 05:56
Í tilefni heimsóknar
Helga vinkona og Heiða systir hennar lenda hérna í Peking eftir ca klukkutíma. það verður nú gaman að fá þær í heimsókn og er ég ekki í neinum vafa að við munum skemmta okkur vel. Í tilefni heimsóknarinnar er nú nauðsynlegt að skella einu Duran lagi á síðan að ég og Helga vorum AÐDÁENDUR NR.1.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 02:49
17. júní fagnaður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2008 | 04:09
Freistandi
Ohhhh já það er nú ansi freistandi að taka hann vin minn Dr. David, sem hringdi í mig í vikunni, á orðinu, pakka niður í tösku og heimsækja hann og fjölskyldu á Koh Chang eyju á Tælandi. Ég meina hverjum langar ekki að eyða tíma á þessum stað.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2008 | 05:05
Víetnamstríðið
Víetnamstríðið hefur verið mér hugleikið síðan að ég heimsótti landið í janúar. Á ferðalaginu mínu las ég einmitt bók sem skrifuð er af víetnamskri konu sem var lítil sveitastelpa í litlu þorpi í Mið-Víetnam þegar stríðið hófst. Hún lýsir því hvaða áhrif stríðið hafði á hana frá því að hún er lítil stelpa í upphafi stríðsins þar til hún er orðin ung kona þegar stríðinu líkur. Ég er líka búin að vera að horfa á nokkrar bíómyndir sem fjalla um stríðið og er allt öðruvísi að horfa á þær eftir að hafa verið þarna í eigin persónu þótt auðvitað sé allt breytt í dag. Ég fór um svæðið sem kallað er Demilitarized Zone og er í Mið-Víetnam. En það var í samningunum eftir Seinni Heimstyrjöldina nánar tiltekið 1954 að Víetnam var skipt í tvennt eftir ánni Ben Hai, í miðju landsins, 5 km löng landamæri eftir ánni báðum megin. Kommúnistarnir voru norðan megin en lýðræðissinnar sunnan megin. Þetta voru landamærin milli landshlutanna allt til 1975 þegar landið var sameinað að nýju. Þetta svæði fór mjög illa út úr stríðinu en svo mikið var sprengt á þessu svæði að í nokkur ár eftir stríðið óx ekkert á svæðinu en vegna uppgræðsluátaks eru nú fjöll og hlíðar skógi vaxið.
Talið er um 30 % af öllum sprengjum sem varpað var á þetta svæði hafi ekki sprungið og frá lokum stríðsins 1975 hafa orðið yfir 10.000 dauðsföll og slys vegna ósprunginna sprengja. Á þessu mikilvæga svæði við landamæri norðursins og suðursins fór stór hluti stríðsins fram og eru miklar minjar um stríðið þarna.
Eitt af því sem mér fannst áhugaverðast á þessu svæði eru Vinh Moc neðanjarðargöngin en þau voru byggð til þess að tryggja þorpsbúum í nágrenninu skjól gegn stríðsógninni. Það var 1966 þegar Ameríkanar juku við sprengjuárásir sínar á þessu svæði sem þeir hófu að byggja göngin.
Þau voru á 3 hæðum og meðal annars var inni í þeim skóli, læknastofur og fæðingarstofa. Að jafnaði bjuggu þar hátt í 600 manns. Hver fjölskylda fékk sinn klefa sem var ekki stærri en venjulegt rúm. Mig minnir að sagt hafi verið að það hafi 17 börn fæðst á þessum tímabili í þessum neðanjarðar hýbýlum.
Það var svo árið 1972 sem þorpsbúar gátu fyrst yfirgefið göngin og byggt upp heimili sín ofanjarðar. Mér finnast stríðsminjar alveg ágætis áminning um stríðsrekstur yfirleitt í heiminum. Bæði þær ömurlegu aðstæður sem fólk býr við og það sem það þarf að ganga í gegnum á tímum stríðs. Jafnframt allar þær hörmungar sem þær leiða af sér fyrir land og þjóð og það sorglega er að oft er ávinningurinn harla lítill.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2008 | 03:57
Helgin í hnotskurn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 09:16
Hið daglega amstur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2008 | 17:49
Íslenska landsliðið í handbolta á leiðinni til Peking
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)