Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
8.3.2008 | 17:23
Aftur á meðal fólks
Jæja þá er einangrun minni vegna flensunnar lokið. Skrapp í bæinn með Ástu sem er komin aftur til Peking eftir nokkuð langa dvöl heima á klakanum. Mjög svo ánægjulegt að hitta hana aftur. Áttum virkilega ljúfan dekurdag. Fórum og fengum okkur að borða á ítölskum veitingastað og í þetta skiptið varð túnfiskur fyrir valinu og var hann bara nokkuð góður. Missti mig aðeins í að versla bíómyndir og held að ég sé komin með ágætan skammt fyrir næstu mánuði. Margar spennandi myndir voru verslaðar og ég held að ég sé næstum því komin með allar myndirnar sem höfðu eitthvað með óskarsverðlaunin að gera. Að lokum skelltum við okkur í kínverskt nudd og í þetta skiptið voru það karlmenn sem nudduðu okkur og það voru sko engin vettlingatök.....Maður var sveigður og beygður í stellingar sem maður er vægast sagt ekki vanur að vera í og enn og aftur er ég lurkum lamin eftir herlegheitin (þetta kínverska nudd er ekkert grín en á að vera voða gott fyrir heilsuna). Ekki nóg með það heldur kom annar nuddarinn með svo einlægt komment að við fengum hláturskast sem entist okkur alla leiðina heim......
Morgundagurinn var svo planaður í lærdóm en eftir að Niccóló hafði rökrætt við mig í ca 1 mínútu að ég ætti frekar að fara með honum á listasýningu og sjá m.a. völundarhús úr pappa hrundu öll góðu plönin mín. Já það ætlar að verða svolítið erfitt með sjálfsstjórnina....eeeeen stundum nauðsynlegt að rækta andann, sérstaklega eftir svona einangrun eins og ég er búin að vera í undanfarið. Svo ég ætla með Niccóló á þessa sýningu og í leiðinni að hitta samstarfsfélaga hans sem vinna hjá ítalska "verslunarráðinu" hér í borg. Síðan er ég boðin í mat hjá Körlu, mexíkönsku mærinni, sem ætlar að elda handa okkur ekta mexíkanskan mat en ekkert tex mex kjaftæði eins og hún segir. Hlakka mikið til því síðast bar hún fram alveg æðislegan mat. En svo eftir matinn verður bara lært fram á kvöld.......já ég meina það!!!!
Annars vil ég þakka góðar kveðjur í kommentakerfinu og láta vita að það er MJÖG skemmtilegt að sjá hverjir kíkja við á bloggið!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2008 | 08:33
Krúttleg umhyggja
Jæja þetta er þriðji dagurinn sem ég er hér heima með þessa flensu, vægast sagt ekki mjög skemmtileg örlög. En ég held að þetta fari nú allt að koma. Ég hef því ekkert getað mætt í kínversku þessa viku og hef ekki látið neinn vita nema hana Sung Ae sem situr við hliðina á mér í tímum. En áðan fékk ég fyndið símtal frá einum af þremur kínverskukennurunum mínum sem var að athuga með mig þar sem ég hef ekkert mætt þessa vikuna. Mér fannst þetta nú frekar sætt svona þegar ég fékk hana til að hætta að tala kínversku við mig því ég skil svo takmarkað amk enn sem komið er. Svei mér þá en ég held að svona umhyggju hjá kennurum hef ég ekki orðið var við síðan í barnaskóla og er nú orðið ansi langt síðan....ósköp huggulegt :-) Því maður var orðinn því algjörlega vanur að kennarar láti það alveg afskiptalaust hvort maður mætir í tíma eða ekki, þetta svokallaða akademíska frelsi....
Annars er komið hér vor í loftið, hitinn hækkar dag frá degi og sýnist mér á veðurspám að það verði komið um 20 stiga hiti um helgina og yfir það í næstu viku. Nú er skemmtilegur tími framundan þegar gróðurinn fer að vakna til lífsins. Ég er nú með metnaðarfull plön að vera dugleg að skoða skemmtilega staði hér í borg og helst að komast út í náttúruna í nágrenni borgarinnar í göngutúra svona svo ég geti notað almennilega bókina sem ég keypti eh tímann fyrir jól, "Hiking around Beijing"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2008 | 18:51
Flensa og almenn geðvonska
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 06:31
Danska galaballið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 02:15
Annríki og afslöppun
Búið að vera ansi mikið að gera þessa vikuna, bæði í skóla og félagslífi. í gær tók ég bara einn algjöran afslöppunardag eftir kínverskuna. Var bara að dunda mér að lesa og horfa á bíómyndir. Horfði á tvær mjög góðar myndir, Rendition með Reese Witherspoon og Jake Gyllenhaal en hún fjallar um "extreme" yfirheyrsluaðferðir sem BNA beita vegna gruns um hryðjuverk eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september. Mjög áhugaverð. Hin myndin sem ég horfði á var Atonement með Keiru Knightley og James McAvoy, virkilega flott mynd í alla staði og skemmtileg saga sem hún sagði frá. Ég verð að vera sammála því sem ég las eh staðar og græni kjóllinn sem Keira er í er einn af flottustu kjólum kvikmyndasögunnar ;-)
Annars hefur vikan einkennst af skólasókn, baráttu við lærdóm, sérstaklega við að skrifa kínversk tákn og hádegisverðum og kvöldverðum með mismunandi hópum af fólki. Hélt matarboð á miðvikudagskvöldið fyrir Gonzo, Niccoló og Körlu þar sem meðal annars var boðið uppá grjónagraut og svo var kíkt á heimildarmyndina um Sigurrós, heima. Þetta var matarboð sem ég var búin að lofa Gonzo í hvert skipti sem hann gerði mér greiða, ábyggilega að minnsta kosti 20 sinnum svo þetta var farið að vera vandræðalegt.....En jæja á fimmtudagskvöldið var hádegismatur með krökkum úr BLCU en Sandy vinkona mín úr Pekingháskóla vildi endilega kynna mig fyrir vinkonu sinni sem er lögfræðingur frá Malasíu og stundar nú nám í kínversku við BLCU. Gaman að geta spjallað aðeins um lögfræði annað slagið!! Fórum á frábæran stað í BLCU sem er með kínverskan, múslimskan mat, mjög flottur staður og frábær matur á hlægilegu verði. Um kvöldið fór ég svo út að borða með Íslendingafélaginu. Fórum að mjög svo kúl stað, aðal liturinn var svartur og þurfti maður að fá aðstoð frá starfsmönnunum til að detta ekki um tröppur á leiðinni að borðinu út af myrkrinu og toppurinn var að fara í klósettið en maður þurfti að taka vasaljós með sér.
Dagurinn í dag fer svo í bankastúss og skriftaræfingar í kínversku en í kvöld stendur mikið til en þá er liggur leið mín á ægilega fínt danskt galaball þar sem þemað er 1001 nótt. Hlakka mikið til, fer með henni Helgu sem er á kúrsus í sendiráðinu og munum við sitja til borðs með Dönum sem ég treysti á að séu alveg hrikalega skemmtilegir.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)