Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
30.11.2007 | 08:47
Það er margt skrýtið í kýrhausnum
Eftir að hafa haldið innblásna ræðu yfir einum af prófessorunum mínum í dag, sem ég er nóta bene að reyna að tæla til að vera leiðbeinandi minn með mastersritgerðina mína, um hvað ég er heilluð af öllu hér og einnig á muninum á austrinu og vestrinu fór ég að velta fyrir mér ýmsu sem hefur verið undarlegt að upplifa hérna. Eins og að kaupa gúrkur sem eru með göddum á svo maður verður að passa sig að stinga sig ekki. Öllum þessum fjölda sem er hérna svo maður þarf að vera í baráttu á hverjum degi um speisið sitt, hvort sem það er út á götu eða í strætó. Dálæti þeirra hér á einkennisbúningum, allir uppstrílaðir í fullum skrúða hvort sem þeir eru á vegum ríkisins svo sem lögreglu- eða hermenn eða bara verðir sem gæta bílastæða eða bygginga. Það er nefnilega ekki bara margt í grundvallarhugsuninni hvernig á að stjórna ríki og þjóð og í stefnumörkun stjórnvalda sem er ólíkt austan megin í heiminum miðað við vesturhlutann heldur líka svo ótal margir litlir hlutir sem gera menninguna mjög ólíka.
En svo er líka önnur fyndin upplifun sem ég hef orðið fyrir hérna en það er að vera í bekk með krökkum sem eru flest rúmlega 10 árum yngri en ég. Þótt að aldur sé afstæður og fólk mismunandi þroskað burtséð frá aldri þá geta komið upp fyndnar aðstæður. Sem dæmi má nefna að ég hef aldrei upplifað það áður að bekkjarsystir mín segi við mig í fullri alvöru og með aðdáunaraugum að hún ætli sko að verða eins og ég þegar hún er orðin stór............Ehemm var ekki laust við að mér fyndist ég orðin nokkuð öldruð......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2007 | 13:28
Styttist í heimferð
Ég ætla líka áður en ég kem heim að fá smá útrás fyrir sköpunargáfuna sem átti að nýtast þegar ég yrði fatahönnuður samkvæmt draumum lítillar stelpu fyrir löngu. Í þetta skiptið þó með aðstoð kínverskra skraddara. Það verður spennandi að sjá hvort vel til takist og ég geti skartað eh konar Kolluhönnun um jólin......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2007 | 05:44
Útskriftarboð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 02:44
Þakkargjörðarhátíð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2007 | 15:33
Mér finnst svakalega leiðinlegt að missa af þessu!!
Ný tónleikasería fer af stað í Hafnarhúsinu: Kökukonsertar
Um þessar mundir fer af stað ný tónleikasería sem ber heitið Kökukonsertar en fyrstu tónleikarnir í röðinni verða haldnir í Hafnarhúsinu næstkomandi föstudagskvöld klukkan átta. Á Kökukonsertunum er fléttað saman tónlist og kökugerðarlist þar sem ýmsir tónlistarmenn koma saman ásamt Hafliða Ragnarsyni, súkkulaðigerðarmeistara, og sjóða saman viðburði þar sem hið hefðbundna tónleikaform er brotið upp. Tónleikaröðinni er ætlað að koma á framfæri flytjendum af yngri kynslóðinni en á þessum fyrstu tónleikum stíga á svið söngkonurnar Hallveig Rúnarsdóttir og Margrét Sigurðardóttir, hörpuleikarinn Katie Buckley, sellóleikarinn Sigurgeir Agnarsson, raftónlistarmaðurinn Guðmundur Vignir Karlsson, einnig þekktur sem Kippi Kanínus og slagverksleikarinn Frank Aarnink , en öll eru þau komin í fremstu röð tónlistarmanna af yngri kynslóðinni á Íslandi. Á tónleikunum í Hafnarhúsinu verður boðið upp á nýja og nýlega íslenska tónlist, þótt fimmundir fornalda hljómi undir niðri. Frank og Guðmundur Vignir munu spinna saman slagverks- og raftónlist, Hallveig og Sigurgeir munu flytja flokkinn ,,Lysting er sæt að söng" eftir Snorra Sigfús Birgisson og Margrét, Katie og Sigurgeir munu flytja frumsamið efni Margrétar og nýjar þjóðlagaútsetningar hennar sem hafa ekki verið áður fluttar hér á landi.
Tónlistin verður svo bragðbætt með óvæntum glaðningi frá Hafliða en hann er einhver mesti súkkulaðisérfræðingur landsins og má búast við að þar verði enginn ekki fyrir vonbrigðum.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00, miðaverð er 1800 kr. Frekari upplýsingar fást hjá Margréti Sigurðardóttur í síma 695 3314 og Hallveigu Rúnarsdóttur í síma 898 4978.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2007 | 15:25
Smá menning
Við fórum nokkur á tónleika í gærkvöldi þrátt fyrir að fyrir lægi skiladagur á verkefni í dag. Við sáum ekki eftir því. Ljúfir tónleikar haldnir í tónlistarhúsinu í Forboðnu borginni. Það var leikin tónlist eftir Brahms, hljómsveitin var frá Suður Kóreu og fyrir hlé lék 19 ára gamall einleikari á píanó. Hann stóð sig mjög vel og var öruggur á sviði þrátt fyrir ungan aldur. Allt í allt var þetta mjög fín kvöldstund sem braut upp annars líf sem er á kafi í bókum og lestri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 08:24
Stórhættuleg sjálfri mér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2007 | 04:35
Róleg helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2007 | 10:56
Það er nú svo
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2007 | 07:20
Lífið og tilveran
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)