Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
30.3.2008 | 13:37
Smá röfl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2008 | 16:40
Lust Caution
Horfði á Ang Lee myndina Lust Caution á dögunum. Mér finnst Ang Lee alveg ótrúlega góður leikstjóri, myndirnar hans eru svo raunverulegar en á sama tíma mjög dramatískar. Hann nær alveg að halda manni föstum við skjáinn og einnig eru myndirnar hans að veltast um í kollinum á manni nokkuð lengi á eftir. Lust Caution fjallar um kaldan raunveruleikann sem fólk stendur frammi fyrir þegar það er að berjast fyrir málstað og er það alls ekki alltaf svo fallegt eða auðvelt að fylgja hugsjónum sínum. Mæli með myndinni og ekki er verra að hafa hana með kínversku tali, hehehe ég skildi ca svona 1 orð af 100.....góð æfing samt.
Annars er bara allt fínt að frétta, róleg vinnuhelgi framundan enda er veðrið akkúrat núna ekki mjög spennandi. Manni dauðbrá við það að það er allt í einu farið að rigna, Þá fattaði ég að það bara rignir eiginlega aldrei hérna....merkilegt. Það er líka bara ansi kalt og þar sem búið er að taka hitann af öllu íbúðarhúsnæði hér í borg er dálítið kalt svo að sængin hefur nú mikið aðdráttarafl. Sýnist þó á veðurspám að þetta sé stutt kuldakast og við taki veður í kringum 20 stiga hita. Annars bíður Karla vinkona mín frá Mexíkó spennt eftir því að ég upplifi hitana sem verða í sumar því það er búið að fara í taugarnar á henni hvað kuldinn í vetur hefur haft lítil áhrif á mig.....það hlakkar í henni að nú styttist í sumarið og ég muni alveg bráðna niður.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2008 | 15:53
Tanya tutorinn minn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 13:45
Öðruvísi páskar
Páskadagur var mjög ljúfur, byrjuðum á því að fara í brunch með Ástu, Niccolo og vinum hans á Hilton hótelið. Það var alveg hrikalega næs og gaman að gera eh hátíðlegt í tilefni dagsins. Eftir það fórum við í listahverfið 798 og röltum um í geggjuðu veðri á milli gallería. Gáfum okkur þó tíma til að setjast niður og skála í freyðivíni fyrir páskunum. Eftir röltið fannst okkur Ástu upplagt að kynna Hröbbu fyrir hinu yndislega, kínverska fótanuddi í Bodhi þar sem hún drakk nýja uppáhalds drykkinn sinn, soðið kók með engiferi út í, hljómar kannski undarlega en smakkast bara ágætlega. Enduðum svo daginn á indverskum veitingarstað. Við erum nú svosem búnar að vera duglegar að fara út að borða og höfum borðað á múslömskum, japönskum, víetnömskum, kínverskum og amerískum stað. En nú er ævintýrið á enda og í þessum skrifuðum orðum er Hrabba í flugi á leið til Köben. Hversdagsleikinn tekinn við hjá mér og er ekki hægt að segja en að nóg sé að verkefnum framundan svo að það er eins gott að láta hendur standa framúr ermum.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2008 | 14:45
Gesturinn.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 08:35
Ou Ke Xin
Þetta er sem sagt kínverska nafnið mitt sem ég er nú orðin nokkuð vön því ég er aldrei kölluð annað í kínverskutímunum. Það er borið fram sem Ó Köh Sín. Mér skilst að það þýði hamingja eða eitthvað slíkt. Að missa úr viku úr kínverskunni þýðir að ég verð að fá mér einkakennara til að hjálpa mér að ná upp því sem ég missti af. Það er bara of erfitt að gera það upp á eigin spýtur.
Annars er allt fínt að frétta héðan frá Peking, styttist í það að fyrsti gesturinn renni í hlaðið. Það eru mjög margir í kringum mig að fá gesti, fólk nýtir greinilega frídagana um páskana í hinum vestræna heimi til að ferðast. Það er ekkert frí framundan hjá mér þótt páskar séu á næsta leyti en það verður túristast næstu daga eins og tíminn frá lærdóminum leyfir. Ég er ekki eins og sumir vinir mínir hérna búnir að skipuleggja dvöl gestana út í ystu æsar, mér finnst alveg ágætt að leyfa hlutunum að ráðast en neita því ekki að það er ágætt að stela hugmyndum frá hinum skipulögðu eða fá að slást með í hópinn.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2008 | 15:45
Fyndið SMS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 08:45
Íslenskt, sænskt & tælenskt
Var boðin ásamt öðrum Íslendingum hér í borg til sendiherra Íslands í tilefni þess að hér er hópur MBA-nema frá HÍ í námsferð. Það var gaman að eyða kvöldstund með góðum hópi fólks og fá aðeins að forvitnast hvað er að frétta að heiman. Svo er ekki verra að maturinn sem boðið er uppá er ekkert slor, sérstaklega fyrir okkur sem búum hér og fáum sjaldan lax eða súkkulaðiköku......nammi namm.
Í dag var svo IKEA ferð með Körlu og Hörpu en ég þurfti að fara versla smávegis áður en að gestirnir fara að láta sjá sig. Það er alltaf heimilislegt að koma í IKEA, ég held að þetta sé svona það næsta sem maður kemst að heimaslóðunum. Við fengum okkur náttúrulega að borða og urðu kjötbollurnar frægu fyrir valinu sem er frekar fyndið í mínu tilfelli því ég borða almennt ekki kjötbollur. En þegar maður er svona langt í burtu fær maður þörf fyrir einhverja hluti sem maður lítur ekki við heima. Þegar ég bjó í Vín þá var ég með æði fyrir steiktum pylsum með kartöflumús sem er einnig eitthvað sem ég almennt borða ekki. Frekar spes...
Annars fékk ég skemmtilegt símtal áðan frá Dr. David sem rekur hótelið á tælensku eyjunni Koh Chang þar sem ég gisti á ferðalagi mínu um Suðaustur Asíu. Hann var að spyrja mig hvenær ég ætlaði að koma aftur því hann og fjölskyldan hans væru farin að sakna mín. Ég spurði hann hvernig veðrið yrði í júlí en þá er regntími í Tælandi. Hann sagði að það væri fínt, það rignir í 2-3 tíma á dag og svo skín sólin. Já kannski að maður skelli sér bara aftur til þeirra í júlí, gæti hugsað mér margt verra.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2008 | 06:51
Speglar og völundarhús
Það var ekki auðvelt að mæta í kínverskutíma í morgun. Hvorki auðvelt að vakna kl. 6.30 né að reyna að átta á mig hvað kennarinn og samnemendurnir voru að segja en þeir voru búnir að læra MJÖG mörg ný orð á meðan ég lá heima í flensunni. Úff eins gott að vera dugleg að ná þessu upp annars verð ég eins og asni alla önnina...
Gærdagurinn var afskaplega ljúfur eitthvað. Byrjaði að fá mér góðan morgunmat og lesa bæði moggann og FBL á netinu. Síðan lagði ég af stað með Niccoló í listahverfið 798 Art Zone. Ótrúlega skemmtilegt hverfi, þetta er fyrrverandi verksmiðjuhverfi sem er búið að búa til risa stórt nýlistahverfi úr. Verksmiðjuhúsin hafa fengið að halda sér ásamt öllum skorsteinum, pípulögnum og öðru sem þeim fylgdu. Í húsunum er svo búið að innrétta fullt af galleríum, veitingastöðum og kaffihúsum. Það er mjög auðvelt að eyða heilum degi þarna enda er þetta svo stórt að maður þarf kort til að rata þarna. Við fórum á sýningu í listagalleríinu Galleria Continua sem er ítalskt og var sýning eftir listamanninn Michelangelo Pistoletto. Virkilega flott sýning sem byggðist að mestu á speglum.
Þetta völundarhús er gert úr pappa alls 2100 metrar. Gestirnir þurftu að finna leiðina að hvíta kassanum því þar inni var svo aðal trompið. Mikill speglasalur þar sem þú gast horft á þig á mörgum hæðum, bæði fyrir ofan, neðan og til hliðar við þig. Ótrúlega kúl hugmynd fannst mér.
En það voru smá vankantar á þessu verki, aðallega fyrir konur eins og mig og Valentínu samstarfskonu Niccoló sem ákváðum að vera í pilsum akkúrat þennan daginn. Ekki mjög sniðugt eins og þið getið ímyndað ykkur við að horfa á myndina hér fyrir ofan....En eins og ég sagði hér áður þá er ekki mikið mál að eyða heilum degi við að rölta milli sýninga og setjast niður á kaffihús inn á milli til að fá sér eitthvað að borða og hvíla sig aðeins. Við eyddum þarna 3 tímum við að skoða nokkrar sýningar sem allar voru mjög áhugaverðar, hver á sinn hátt.
Eftir að hafa sinnt andanum var kominn tími á líkamann þ.e. mexíkanska matinn hennar Körlu sem hún kom með frá Mexíkó eftir annarfríið. Svakalega góður matur, m.a. voru heimabakaðar tortillur, hvorki meira né minna. Eftir matinn með bekkjarfélögunum var ég stússast alltof langt frameftir kvöldi og kórónaði það með því að fá þá frábæru hugmynd að fá Jóhönnu Hreiðars vinkonu til að hanna fyrir mig nýtt útlit á bloggið mitt en hún er soddan tölvu- og hönnunarsnillingur!! Enn og aftur TAKK fyrir Jóhanna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)