Færsluflokkur: Bloggar
3.4.2008 | 12:29
Ahhhhh vorið er komið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2008 | 16:51
Dægurmál
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 13:37
Smá röfl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2008 | 16:40
Lust Caution
Horfði á Ang Lee myndina Lust Caution á dögunum. Mér finnst Ang Lee alveg ótrúlega góður leikstjóri, myndirnar hans eru svo raunverulegar en á sama tíma mjög dramatískar. Hann nær alveg að halda manni föstum við skjáinn og einnig eru myndirnar hans að veltast um í kollinum á manni nokkuð lengi á eftir. Lust Caution fjallar um kaldan raunveruleikann sem fólk stendur frammi fyrir þegar það er að berjast fyrir málstað og er það alls ekki alltaf svo fallegt eða auðvelt að fylgja hugsjónum sínum. Mæli með myndinni og ekki er verra að hafa hana með kínversku tali, hehehe ég skildi ca svona 1 orð af 100.....góð æfing samt.
Annars er bara allt fínt að frétta, róleg vinnuhelgi framundan enda er veðrið akkúrat núna ekki mjög spennandi. Manni dauðbrá við það að það er allt í einu farið að rigna, Þá fattaði ég að það bara rignir eiginlega aldrei hérna....merkilegt. Það er líka bara ansi kalt og þar sem búið er að taka hitann af öllu íbúðarhúsnæði hér í borg er dálítið kalt svo að sængin hefur nú mikið aðdráttarafl. Sýnist þó á veðurspám að þetta sé stutt kuldakast og við taki veður í kringum 20 stiga hita. Annars bíður Karla vinkona mín frá Mexíkó spennt eftir því að ég upplifi hitana sem verða í sumar því það er búið að fara í taugarnar á henni hvað kuldinn í vetur hefur haft lítil áhrif á mig.....það hlakkar í henni að nú styttist í sumarið og ég muni alveg bráðna niður.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2008 | 15:53
Tanya tutorinn minn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 13:45
Öðruvísi páskar
Páskadagur var mjög ljúfur, byrjuðum á því að fara í brunch með Ástu, Niccolo og vinum hans á Hilton hótelið. Það var alveg hrikalega næs og gaman að gera eh hátíðlegt í tilefni dagsins. Eftir það fórum við í listahverfið 798 og röltum um í geggjuðu veðri á milli gallería. Gáfum okkur þó tíma til að setjast niður og skála í freyðivíni fyrir páskunum. Eftir röltið fannst okkur Ástu upplagt að kynna Hröbbu fyrir hinu yndislega, kínverska fótanuddi í Bodhi þar sem hún drakk nýja uppáhalds drykkinn sinn, soðið kók með engiferi út í, hljómar kannski undarlega en smakkast bara ágætlega. Enduðum svo daginn á indverskum veitingarstað. Við erum nú svosem búnar að vera duglegar að fara út að borða og höfum borðað á múslömskum, japönskum, víetnömskum, kínverskum og amerískum stað. En nú er ævintýrið á enda og í þessum skrifuðum orðum er Hrabba í flugi á leið til Köben. Hversdagsleikinn tekinn við hjá mér og er ekki hægt að segja en að nóg sé að verkefnum framundan svo að það er eins gott að láta hendur standa framúr ermum.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2008 | 14:45
Gesturinn.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 08:35
Ou Ke Xin
Þetta er sem sagt kínverska nafnið mitt sem ég er nú orðin nokkuð vön því ég er aldrei kölluð annað í kínverskutímunum. Það er borið fram sem Ó Köh Sín. Mér skilst að það þýði hamingja eða eitthvað slíkt. Að missa úr viku úr kínverskunni þýðir að ég verð að fá mér einkakennara til að hjálpa mér að ná upp því sem ég missti af. Það er bara of erfitt að gera það upp á eigin spýtur.
Annars er allt fínt að frétta héðan frá Peking, styttist í það að fyrsti gesturinn renni í hlaðið. Það eru mjög margir í kringum mig að fá gesti, fólk nýtir greinilega frídagana um páskana í hinum vestræna heimi til að ferðast. Það er ekkert frí framundan hjá mér þótt páskar séu á næsta leyti en það verður túristast næstu daga eins og tíminn frá lærdóminum leyfir. Ég er ekki eins og sumir vinir mínir hérna búnir að skipuleggja dvöl gestana út í ystu æsar, mér finnst alveg ágætt að leyfa hlutunum að ráðast en neita því ekki að það er ágætt að stela hugmyndum frá hinum skipulögðu eða fá að slást með í hópinn.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2008 | 15:45
Fyndið SMS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)